Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um skrásetningu kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014

Reykjavík: 10.01.2014
Tilvísun: 201311-0030 
 
Efni: Þingsályktun um skrásetningu kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014
 
Rannsóknir hér á landi og í Evrópu sýna fram á að ungt fólk er sá þjóðfélagshópur sem hefur fundið hvað mest fyrir barðinu á efnahagsþrengingum þeim sem skóku umheiminn í árslok 2008. Með vísan í framangreint styður Alþýðusamband Íslands allar aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að rétta hlut ungs fólks samfélaginu og lýsir sig reiðubúið að taka þátt í allri vinnu sem miða að því að ráðast á vandann sem er margþættur. Besta leiðin að mati Alþýðusambands Íslands til að auka tiltrú á lýðræðinu er að auka tiltrú borgaranna á stjórnkerfinu og valdhöfum, og besta leiðin til þess er að láta dæma sig af góðum verkum. 
 
Þingsályktun þessi er að mati Alþýðusambands Íslands skref í rétta átt og hvetur því þingmenn til að styðja framgang þingsályktunarinnar.
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson.  
Lögfræðingur hjá ASÍ