Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um skipan frídaga að vori

Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um skipan frídaga að vori.

Alþýðusamband Íslands leggst eindregið gegn b. lið tillögunnar þar sem lagt er til að 1.maí verði haldinn hátíðlegur sem frídagur verkamanna, fyrsta mánudag í maí.

1.maí er skilgreindur sem frídagur verkafólks í almennum kjarasamningum þó að hann sé skilgreindur sem almennur frídagur allra með lögum 39/1966.Hann verður því ekki fluttur á annan almanaksdag í maí nema með ólögmætu inngripi Alþingis í kjarasamninga.