Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um sérgreiningu landshluta sem vettvang rannsókna, kennslu og atvinnuþróunar, 83. mál

Reykjavík, 28. nóvember 2010

Tilvísun: 201011-0042

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um sérgreiningu landshluta sem vettvang rannsókna, kennslu og atvinnuþróunar, 83. mál.

Alþýðusamband Íslands styður efni þingsályktunartillögunnar. Jafnframt leggur ASÍ áherslu á að við það starf sem unnið verður á grundvelli tillögunnar verði lögð áhersla á að samþætta með heildstæðum hætti mennta-, atvinnu- og byggðastefnu. Þannig verði ekki aðeins litið til háskólastarfsemi og rannsókna á þeim grunni. Heldur verið litið til menntunar í víðari skilningi, þ.m.t. endur og eftirmenntunar af ýmsum toga og með hvaða hætti sé hægt að samþætta menntun og atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið.

Virðingarfyllst,

F.h. Alþýðusambands Íslands


Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ