Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum

Reykjavík, 6. mars 2019
Tilvísun: 201903-0004

Efni: Þingsályktunartillaga um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, 57. mál

Mikilvægt hlutverk alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar er baráttan fyrir friði og rétti allrar alþýðu til að búa við öryggi, jafnrétti og lýðræði.
Á 4. heimsþingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) sem haldið var í Kaupmannahöfn í byrjun desember á síðasta ári var ályktað að:
Þing ITUC vill heim án þungavopna og að byrjað sé á því að ná því markmiði að losa heiminn við öll kjarnorkuvopn og efnavopn. ITUC styður jafnframt að dregið sé úr vopnasölu og að dregið verði úr vopnakaupum. Það fé eigi að fara í mikilvæga almannaþjónustu, fjárfestingu í innviðum og til að skapa góð störf.
Í ljósi framanritaðs styður Alþýðusamband Íslands þingsályktunartillöguna sem hér er til umfjöllunar og hvetur Alþingi til að afgreiða hana á yfirstandandi þingi og senda þannig skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um afstöðu Íslands í þessum efnum.


Virðingarfyllst,
Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ