Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um rafræna birtingu málaskráa og gagna ráðuneyta

Reykjavík: 10.3 2017
Tilvísun: 201703-0014

Efni: Þingsályktunartillaga um rafræna birtingu málaskráa og gagna ráðuneyta, 175. mál

Alþýðusamband Íslands tekur undir þau sjónarmið sem tillagan byggir. Vakin er athygli á, að ekki er gert ráð fyrir jafn umfangsmikilli birtingu og við á um Noreg. Jafnframt er bent á, að ef til vill kunni að vera nauðsynlegt að skilgreina betur í lögum hvaða gögn úr málaskrám megi birta og setja ramma í lögum utan um þann gagnagrunn sem nauðsynlega verður til eigi þessar upplýsingar að verða almenningi aðgengilegar.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ