Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna

Reykjavík: 2.2.2018
Tilvísun: 201802-0002


Efni: Þingsályktunartillaga um rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna, 13. mál

Alþýðusamband Íslands er sammála markmiði tillögunnar og fagnar því að fram sé komin tillaga sem gæti bætt réttarstöðu fasteignakaupenda og aukið vissu og öryggi í þeim efnum.

Ljóst er að frumvarpsvinna á grundvelli þingsályktunarinnar ef samþykkt verður má ætla að verða töluverð og hvað varðar einstök atriði þingsályktunarinnar og sem innlegg inn mögulega frekari vinnu, er afstaða Alþýðusambandsins eftirfarandi:

a. Æskilegt væri að ástandsskýrsla væri stöðluð og skilgreindir sérstaklega þeir áhættuþættir sem þyrfti að skoða. Með áhættuþáttum er þá átt við þeir algengustu leyndu gallar sem gjarnan koma upp í fasteignum.
b. Hvað b-liðinn varðar vísast jafnframt í ofangreint um sérstaklega skilgreinda áhættuþætti. Ella gæti verið hætta á því að ferlið verði of þungt og jafnvel kostnaðarsamt sem aftur gæti skilað sér út í verðlag. Hvað a og b-liðina varðar má jafnframt taka undir þau sjónarmið sem æskilegt væri að skoða og koma fram í umsögn Íbúðalánasjóðs.
c. Mjög góð hugmynd sem Alþýðusambandið styður.
d. Alþýðusamband Íslands styður allar aðgerðir sem greiða fyrir því að lögskipti geti í auknu mæli átt sér stað með rafrænum hætti enda sé fyllsta öryggis gætt.

Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson,
Lögfræðingur hjá ASÍ