Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um opinbera nefnd sem vinnur gegn kynbundnum launamun

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar þar sem Alþingi ályktar að beina til ríkisstjórnarinnar að komið verði á fót þverpólitískri nefnd, skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna ásamt fulltrúa Jafnréttisstofu, sem hafi það verkefni að vinna gegn kynbundnum launamun

Kannanir á launamun kynjanna hafa verið gerðar á Íslandi allt frá árinu 1953, síðan þá hafa bæði stéttarfélög og opinberir aðilar gert kannanir og safnað upplýsingum um laun kvenna og karla. Frá upphafi hafa staðreyndir og tölulegar upplýsingar sýnt fram á kynbundinn launamun, konum í óhag.

 

Efnahagslegt sjálfstæði er mikilvægt öllum, það að hafa aðgang að eigin fjármunum skiptir ekki bara máli efnahagslega séð. Það hefur áhrif á möguleika okkar til þátttöku, áhrifa og valda, bæði heima og heiman.

 

Mikilvægt er að komið verði á nefnd sem hefur það verkefni að vinna gegn kynbundum launamun en um leið telur Alþýðusamband Íslands nauðsynlegt að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins eigi sæti í nefndinni ásamt fulltrúum stjórnamálaflokkanna og fulltrúa Jafnréttisstofu.

 

Að uppræta launamun kynjanna á að vera sameiginlegt verkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

 

 

Virðingarfyllst,

f.h. Alþýðusambands Íslands

 

 

Maríanna Traustadóttir