Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Reykjavík, 15. febrúar 2019
Tilvísun: 201902-0002

Efni: Þingsályktunartillaga um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál

Á síðustu misserum hefur orðið vaxandi umræða um stöðu og hagi innflytjenda á Íslandi. Hvoru tveggja kemur til, mikil fjölgun innflytjenda hér á landi síðustu ár og vaxandi skilningur á erfiðu aðstæðum og hindrunum sem innflytjendur hér á landi mæta og búa við. Mikilvægt er stjórnvöld horfist í augu við þá staðreynd að Ísland er orðið fjölþjóðlegt samfélag.

Á vettvangi Alþingis, eins og í samfélaginu öllu, hafa þessi mál ítrekað komið til umræðu og settar hafa verið fram tillögur um að taka á þessum málum í heild sinni eða varðandi einstaka þætti. Í því sambandi má m.a. nefna þingsályktunartillögu um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

Alþýðusamband Íslands tekur undir þau markmið sem fram koma í þingsályktunartillögunni sem og öðrum hliðstæðum sem áður hafa komið fram um mikilvægi þess að fjallað verði um málefni innflytjenda af hálfu stjórnvalda með það að markmiði að tryggja þeim réttindi og þjónustu þannig að þeir geti notið sinna hæfileika verið fullgildi aðilar í okkar samfélagi. Það eru hagsmunir innflytjenda. Það eru um leið hagsmunir samfélagsins alls.

Virðingarfyllst,
Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ