Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um metanframleiðslu

Reykjavík 25. mars 2011

Tilvísun: 201102-0043

 

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um metanframleiðslu, 251. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu, 251. mál.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórnin hafi forgöngu um að marka heildstæða stefnu um nýtingu metans og taki höndum saman við hagsmunaaðila um rannsóknir, fjármögnun og framvindu hagfelldra kosta við metanframleiðslu.

Tillagan er í samræmi við áherslur ASÍ um mikilvægi þess að reyna að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda.

ASÍ hefur tekið þátt í að móta sameiginlega afstöðu hinnar norrænu verkalýðshreyfingar í loftslagsmálum. Þar er kallað eftir víðtæku hnattrænu samkomulagi um aðgerðir til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Lögð er áhersla á þríhliða samvinnu ríkisvalds og aðila vinnumarkaðar. Þá er talið mikilvægt að jafnræðissjónarmiða sé gætt þannig að kostnaði vegna aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum sé skipt með réttlátum hætti í samfélaginu.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að tillagan sem hér er til umsagnar verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst,

Stefán Úlfarsson

Hagdeild ASÍ