Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um merkingu á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu

Reykjavík: 20.3 2017
Tilvísun: 201703-0022

Efni: Þingsályktunartillaga um merkingu á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu, 76. mál

Alþýðusamband Íslands hefur um áratugaskeið fordæmt hernám Ísraels í Palestínu og stutt baráttu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) fyrir réttindum palestínsks verkafólks og andstöðu við hið ólögmæta hernám. Eitt þeirra verkfæra sem borgarar lýðfrjálsra ríkja geta notað til þess að þrýsta á stefnubreytingu ríkja sem ekki fara að alþjóðalögum er meðvitað val neytenda á neysluvöru. Nokkurt magn vöru er flutt inn frá Ísrael án þess að bera með sér aðrar upplýsingar um uppruna en að varan sé framleidd í Ísrael en hluti hennar er framleiddur á svæðum sem hernumin hafa verið í andstöðu við alþjóðalög. ASÍ styður því heilshugar að vara sögð framleidd í Ísrael verð sérstaklega merkt eins og tillagan gerir ráð fyrir. ASÍ styður jafnframt að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir auknum viðskiptum við Palestínu á grundvelli bráðabirgðasamnings EFTA þar um frá 1.7 1999 (http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/palestinian-authority).

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ