Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um mat á heildararðsemi stóriðju- og stórvirkjanaframkvæmda fyrir þjóðarbúið

ASÍ tekur undir að könnuð verði áhrif stóriðju- og virkjanaframkvæmda á jafnvægi og stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Í haustskýrslu hagdeildar ASÍ 2006 sem ber titilinn “Stöðugleiki – forsenda framfara” var ítarlega fjallað um mikilvægi þess að slíkar framkvæmdir séu tímasettar með þeim hætti að efnahagslegu jafnvægi sé ekki stefnt í hættu sbr. meðfylgjandi eintak af skýrslunni.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands,

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 
hagfræðingur