Stefna ASÍ

þingsályktunartillaga um mat á framtíðarhorfum og mannaflaþörf í atvinnugreinum, 67. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mat á framtíðarhorfum og mannaflaþörf í atvinnugreinum, 67. mál.

Í tillögunni er lagt til að stjórnvöld láti kanna reglubundið mannaflaþörf og framtíðarhorfur í atvinnugreinum með það að markmiði að meta atvinnu-möguleika námsmanna. Lagt er til að verkefnið verði samvinnuverkefni Vinnumálastofnunar og Samtaka atvinnulífsins.

ASÍ hefur mótað stefnu um svokallaðar „virkar vinnumarkaðsaðgerðir“. Í þeirri stefnu er m.a. lögð áhersla á að treysta þurfi og efla þann þátt í starfsemi Vinnumálastofnunar, svæðisvinnumiðlana og símenntunarstöðva sem lítur að náms- og starfsráðgjöf.

Það verkefni sem boðað er í tillögunni sem hér er til umsagnar fellur vel þessum áhersluatriðum. Það er hins vegar óeðlilegt að ekki virðist gert ráð fyrir aðild ASÍ að verkefninu.

Að því gefnu, að tillögunni verði breytt þannig að einnig sé gert ráð fyrir aðild Alþýðusambandsins að verkefninu, mælir ASÍ með því að tillagan verði samþykkt.

ASÍ vill vekja athygli á að mikilvægt er að verkefnið miði ekki aðeins að því að mæta þörfum námsmanna – heldur einnig annarra hópa sem treysta þurfa stöðu sína á vinnumarkaði, svo sem:

·Atvinnulausra ungmenna

·Þeirra sem hafa litla menntun og/eða þurfa á endurmenntun að halda

·Þeirra sem eru búnir að vera lengi atvinnulausir (lengur en hálft ár).

·Þeirra sem eru eldri en 55 ára.

 

f.h. Alþýðusambands Íslands,

Stefán Úlfarsson