Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um leikskóla að loknu fæðingarorlofi

Reykjavík 3. október 2013
Tilvísun: 201309-0016
 
Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.
 
Eitt af baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar hefur verið að stuðla að samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu. Óvissa um dagvistun ungbarna eftir að fæðingarorlofi lýkur getur  haft áhrif á gæði fjölskyldulífs. Að sama skapi er það mikilvægt fyrir einstaklinga á vinnumarkaði að búa við þann fyrirsjáanleika að vistunarmöguleikar ungbarna eftir að fæðingarorlofi lýkur séu traustir.
Í ljósi framanritaðs styður ASÍ þingsályktunartillöguna.
 
Virðingarfyllst,
f.h. Alþýðusambands Íslands
 
Maríanna Traustadóttir,
sérfræðingur