Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um hreyfingu sem valkost í heilbrigðiskerfinu

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hreyfingu sem valkost í heilbrigðiskerfinu, 220. mál.

Tillagan felur í sér að skipuð verði nefnd til að undirbúa að hreyfing geti orðið valkostur í heilbrigðisþjónustu, sem lækning og í fyrirbyggjandi tilgangi, þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og vísað er á lyf eða læknisaðgerðir.

ASÍ telur að hér sé um áhugaverða tillögu að ræða og mælir með því að hún verði samþykkt.

 

Fyrir hönd Alþýðusambands Íslands,

Stefán Úlfarsson