Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um heilbrigðisáætlun

Reykjavík 24.2.2017
Tilvísun: 201702-0011


Efni: Þingsályktunartillaga um heilbrigðisáætlun, mál nr. 57

Alþýðusamband Íslands tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar um mikilvægi þess að samþykkja nýja heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Tvö undangengin kjörtímabil hafa ráðherrar unnið að slíkum áætlunum og var tillaga til þingsályktunar velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020, lögð fram á 141. þingi en fékk ekki afgreiðslu. Á síðasta kjörtímabili var unnið áfram að gerð heilbrigðisáætlunar og óskaði velferðarráðuneytið eftir umsögnum um drög að henni haustið 2016.

Mikilvægt er að flýta vinnu við gerð heilbrigðisáætlunar en engin slík áætlun hefur verið í gildi frá árinu 2010. ASÍ telur því að réttast væri að fela ráðherra að vinna áfram að heilbrigðisáætlun á grundvelli þeirrar miklu vinnu sem þegar hefur farið fram og með tilliti til þeirra umsagna sem bárust ráðuneytinu sl. haust


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ