Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um fríverslunarsamning við Japan

Reykjavík: 2.3.2015
Tilvísun: 201502-0023

Efni: Þingsályktunartillaga um fríverslunarsamning við Japan, 127. mál

Tillögunni er ætla að hvetja til þess að Ísland og eftir atvikum EFTA ljúki gerð fríverslunarsamnings við Japan. ASÍ styður að Ísland ljúki slíkum samningum við þau ríki sem virða grundvallar réttindi frjálsrar verkalýðshreyfingar og almenn mannréttindi. Japan skipar sér í þann hóp ríkja. ASÍ áskilur sér rétt til þess að taka afstöðu til efnis slíks fríverslunarsamnings þá og ef til þess kemur að honum verði lokið.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ