Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum

Reykjavík: 12.12.2013
Tilvísun: 201312-0010
 
 
Efni: Tillaga til þingsályktunar um frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum, 163. mál.
 
Alþýðusambands Íslands styður þau meginsjónarmið sem fram koma í tillögu þessari. Þar til boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um lækkun skulda koma til framkvæmda ríkir mikil óvissa um réttarstöðu þeirra sem eru í vanskilum með skuldir vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Boðaðar aðgerðir geta haft afdrifarík áhrif á gang þeirra innheimtumála sem nú eru rekin og mikilvægt að hagsmunum þess hóps sem vænta má leiðréttingar á stöðu sinni sé ekki raskað á þeim stutta tíma sem boðað er að líða muni þar til aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma til framkvæmda. 
 
 
Virðingarfyllst, 
Magnús M. Norðdahl hrl.,   
lögfræðingur ASÍ