Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um fjármögnun nýs Landspítala

Reykjavík, 12.11.2014
Tilvísun: 201410-0053

Efni: Tillaga til þingsályktunar um fjármögnun nýs Landspítala, 25. mál

41. þing Alþýðusambands Íslands sem lauk í Reykjavík 24. október 2014 ályktaði um heilbrigðismál. Í ályktun þingsins segir m.a.: „Heilbrigðiskerfið á að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og nauðsynlegt er að forgangsraða í opinberum rekstri svo öllum verði aftur tryggð heilbrigðisþjónusta í fremstu röð. Til þess þarf m.a. að hefjast nú þegar handa við byggingu á nýjum Landspítala.“
Alþýðusamband Íslands telur mikilvægt að leitað verði leiða til þess að tryggja fjármögnun nýs Landspítala og mælir því með því að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna.


F.h. Alþýðusambands Íslands
Ólafur Darri Andrason,
hagfræðingur ASÍ