Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

Reykjavík: 1.11 2013       
Tilvísun: 201310-0023

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5. mál.


Á 40. þingi Alþýðusambands Íslands var gerð ályktun um húsnæðismál. Þar koma eftirfarandi áherslur fram:

• að fjölbreytileiki í húsnæðismálum verði aukin,
• að hér verði komið á einu kerfi húsnæðisbóta sem jafni stöðu kaupenda og leigjenda
• að efla leigumarkaðinn þannig að hann verði raunverulegur öruggur valkostur
• að fólk geti valið milli mismunandi búsetuforma svo sem kaupréttar og kaupleigu
• að endurvekja félagslega húsnæðiskerfið
• að húsnæðisvextir verði lækkaðir, m.a. með því að leita fyrirmynda hjá þeim þjóðum sem bestum árangri hafa náð í að byggja upp húsnæðislánamarkað
• lækka kostnað við lántökur, s.s. stimpilgjöld, þinglýsingargjöld og lántökugjöld
• að dregið verði úr vægi verðtryggingar með því að lánastofnanir bjóði upp á hagstæðari óverðtryggð lán.

Í samræmi við þessar áherslur samþykkt þingið að verkefni ASÍ í húsnæðismálum væri, að:

• að þrýsta á stjórnvöld að þau breyti fyrirkomulagi opinberra húsnæðislána til samræmis við það sem best gerist í nágrannalöndunum
• að beita sér fyrir því að leigumarkaðurinn verð efldur í samvinnu við stjórnvöld og fjárfesta
• að þrýsta á stjórnvöld að endurvekja félagslega íbúðakerfið

Aðgerðir eins og þær sem birtast í 1, 3 og 5.tl. þingsályktunartillögunnar geta verið hluti slíkrar stefnu en mun meira þarf til. Hjálagt fylgir útfærð og mótuð stefna ASÍ um félagslegt húsnæðiskerfi. Þar er m.a. tekið á markmiðum og hlutverkum slíkrar stefnu, fjármögnun, kostnaði ríkis og sveitarfélaga og félagslegum þáttum. Til þess að hrinda af stað bráðnauðsynlegum aðgerðum til þess að draga úr húsnæðiskostnaði, efla framboð og endurreisa lífvænlegt húsnæðiskerfi til framtíðar telur ASÍ mikilvægt að Alþingi sameinist um mótun heildrænnar og sjálfbærrar almennrar- og félagslegrar húsnæðisstefnu. Forðast ber mistök tveggja síðustu áratuga sem einkenndust af ómarkvissum og á stundum skaðlegum breytingum á skipan húsnæðismála hér á landi.

Efnislega samhljóða umsögn var veitt um 40.mál á síðasta þingi.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ