Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um afnám refsiákvæða vegna ærumeiðinga

Í tillögunni er fjallað um refsingar og skaðabætur vegna ærumeiðinga. Um sama efni er að hluta fjallað í umsögn ASÍ um 21 mál og vísast til þeirrar umsagnar hvað varðar þátt skaðabótaréttarins.

Á það er bent sérstaklega að í mörgum tilfellum skal sækja refsingar vegna ærumeiðinga með einkarefsimálum. Það fyrirkomulag hefur reynst vel og engin ástæða er til Þess að breyta því auk þess sem dómstólar eru mjög sparsamir í mælingu refsinga. Íslensk lagahefð virðist því hafa fundið nokkuð gott jafnvægi í meðhöndlun mála vegna ærumeiðinga þó ætíð geti verið ástæða til þess að huga að samræmi íslenskra laga og alþjóðasamninga um verndun mannréttinda.

 

 

F.h. Alþýðusambands Íslands,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ