Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi

Reykjavík, 20. júní 2013
Tilvísun: 201306-0013
 
Efni: Umsögn ASÍ um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi
 
ASÍ vill koma á framfæri eftirfarandi ábendingum varðandi þingsályktunartillöguna:
Fyrir liggur mat Seðlabanka Íslands á greiðslubyrði og skuldavanda m.v. tekjur heimilanna. Því leggur ASÍ áherslu á mikilvægi þess að í þingsályktuninni verði með skýrum hætti kveðið á um að meta skuli áhrif einstakra liða á:
 
Stöðu ríkissjóðs
Íbúðaverð
Verðlag
Gengi
Peningastefnu Seðlabanka
 
Jafnframt telur ASÍ að óhjákvæmilegt sé að fela sérfræðingahópi að koma með tillögur um það hvernig hægt er að koma til móts við leigjendur sem búið hafa við leigusamninga sem bundnir hafa verið vísitölu neysluverðs. Frá hruni hefur verið gripið til margvíslegra sértækra aðgerða til að koma til móts við þá sem skulda húsnæðislán. Ekki var gripið til neinna slíkra aðgerða gagnvart þeim sem eru í leiguhúsnæði. Almennt má gera ráð fyrir að hærra hlutfall af ungu fólki og þeim sem eru tekjulágir séu á leigumarkaði en í eigin húsnæði. Það skipti því miklu að koma til móts við þennan hóp, ekki síst þar sem skv. þingsályktunartillögunni er lögð er áhersla á að „[u]m almennar aðgerðir verði að ræða með áherslu á jafnræði...“
 
F.h. Alþýðusambands Íslands
Ólafur Darri Andrason
hagfræðingur ASÍ