Stefna ASÍ

Þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

Reykjavík 11.12 2018
Tilvísun: 201812-0012

Efni: Þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál

Alþýðusamband Íslands styður eindregið framgang þessa þingmáls en bendir jafnframt á að vinnustaðir landsins þurfa að geta snúið sér til fagaðila til að fá leiðbeiningar þegar upp koma mál er varða einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Málin eru flókin og erfið viðureignar og stéttarfélögin eru oft í þeirri stöðu að gæta hagsmuna bæði þolenda og gerenda í þessum málum. Það hefur sárvantað stað þar sem hægt er að fá ráðgjöf sérfræðinga og jafnvel vísa málum þangað ef og þegar vinnustaðir eiga erfitt með að ná farsælli lausn jafnvel þó áætlanir séu til staðar.

Slíkt viðbragðsteymi gæti verið í samstarfi og samráði Vinnueftirlitsins og aðila vinnumarkaðarins.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ