Stefna ASÍ

Skýrsla ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu, lögð fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Reykjavík, 21.11.2013
Tilvísun: 201311-0033


Efni: Skýrsla ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu, lögð fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Til umsagnar er skýrsla ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu. Afstaða ASÍ til málsins byggir á stefnu ASÍ í atvinnumálum en í henni segir m.a. að „Gegn leyfum komi endurgjald; í fyrsta lagi vegna kostnaðar ríkisins af rannsóknum og eftirliti með nýtingu auðlinda (þjónustugjald); í öðru lagi til að tryggja þjóðinni hlutdeild í umframarði sem nýting auðlinda í þjóðareign skapar (auðlindagjald); og í þriðja lagi, þar sem það á við,til að tryggja hagkvæma nýtingu (umhverfisskattur)“.

ASÍ telur mikilvægt að næstu skref feli í sér að fela starfshópum að kanna ítarlega afmarkaða þætti framkvæmdarinnar með áherslu á möguleg áhrif á vinnumarkað og ólíkar atvinnugreinar en ljóst er að hækkun raforkuverðs á Íslandi til jafns við verð á Evrópumarkaði fæli í sér miklar breytingar fyrir heimili og á starfsumhverfi atvinnugreina. Þetta á sérstaklega við þær greinar sem byggja samkeppnishæfni sína að miklu leyti á orkuverði og því mikilvægt að þau áhrif verði kortlögð og mögulegar mótvægisaðgerðir skoðaðar. Einnig telur ASÍ mikilvægt að samhliða greiningu á þessum þáttum verði mótuð stefna um hvernig auðlindarentu verði ráðstafa til íslensku þjóðarinnar.

 
Virðingarfyllst,
Róbert Farestveit
Hagfræðingur hjá ASÍ