Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna

Reykjavík 25.4 2018
Tilvísun: 201804-0025


Efni: Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna, 455. mál

Þríhliðanefnd um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) á Íslandi hefur frá lokum 94. þings ILO unnið að undirbúningi fyrir innleiðingu samþykktar um vinnuskilyrði farmanna. Sendinefnd Íslands tók þátt í vinnu að samþykktinni á þingum ILO hefur greitt henni atkvæði sitt við endanlega afgreiðslu. Löngu er orðið tímabært að hún verði fullgilt hér á landi og frumvarp þetta er hluti af undirbúningi þess. Alþýðusamband Íslands styður eindregið samþykkt frumvarpsins.


Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,    
lögfræðingur  ASÍ