Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingu á skaðabótalögum

Reykjavík 01.04 2009

 

Efni: Umsögn um frumvarp um breyting á skaðabótalögum.

Alþýðusamband Íslands fagnar því að frumvarp þetta sé lagt fram á Alþingi en í því felast efndir á 8.tl. yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands vegna frágangs kjarasamninga þann 17.2 2008 en þar segir:

8.  Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingum á skaðabótalögum í þá veru að meðábyrgð á vinnuslysum verði ekki felld á starfsmann nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis starfsmanns.

Yfirlýsing þessi er í samræmi við kröfu Alþýðusambands Íslands og var ein forsenda þess að kjarasamningar tókust umrætt sinn.