Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingu á lögum um verndar- og nýtingaráætlun, nr. 48/2011, með síðari breytingum

Reykjavík, 14.11.2012
Tilvísun: 201210-0051
 
Efni: Frumvarp um breytingu á lögum um verndar- og nýtingaráætlun, nr. 48/2011, með síðari breytingum, 3. mál.
 
Alþýðusamband Íslands telur vissa þætti í frumvarpinu til bóta. Þannig mælir ASÍ með því að Alþingi samþykki 1. gr. frumvarpsins þar sem eðlilegt er að allir virkjanakostir falli undir rammaáætlun og þá breiðu faglegu aðkomu sem að baki hennar á að vera.
 
Þá mælir ASÍ einnig með því að Alþingi samþykki a. og b. lið 2. gr. frumvarpsins því mikilvægt er að tiltekið verði í rammaáætlun hvaða upplýsingar vanti til að ljúka flokkun þeirra virkjunarkosta sem settir verða í biðflokk og jafnframt tryggt að unnt verði að stunda nauðsynlegar rannsóknir til að skera úr um það hvort að viðkomandi virkjunarkostur eigi heima í verndunar- eða nýtingarflokki. 
 
F.h. Alþýðusambands Íslands
 
Ólafur Darri Andrason
hagfræðingur ASÍ