Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingu á lögum nr. 36/2011,um stjórn vatnamála

Reykjavík, 18. febrúar 2015
Tilvísun: 201502-0012

Efni: Frumvarp um breytingu á lögum nr. 36/2011,um stjórn vatnamála, 511. mál
Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála, með síðari breytingum (gjaldtaka vegna vatnsþjónustu).
ASÍ setur sig ekki á móti gjaldtöku vegna vatnsþjónustu sem á að standa undir, meðal annars, umhverfis- og auðlindatengdum kostnaði vatnsþjónustunnar.
Eins og fram kemur í athugasemdum við ofangreint lagafrumvarp ná nýtir Íslands sér þá undanþágu sem felst í 4. mgr. 9. gr. tilskipunarinnar Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, og fer vægustu leið sem mögulegt er varðandi gjaldtöku.

ASÍ setur sem skilyrði fyrir samþykki sínu um gjaldtöku vegna vatnsþjónustu að gjaldið sem lagt verður á þá notendur sem nýta vatnsauðlindir; vatnsaflsvirkjanir, vatnsveitur og fráveitur, verði ekki innheimt í formi hærri gjalda til almennra notenda þ.e. heimila landsins.

F.h. Alþýðusambands Íslands
Maríanna Traustadóttir,
sérfræðingur