Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 (1)

Reykjavík 18.9 2012
Tilvísun: 201206-0023 
 
 
 
Efni: Frumvarp um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996, 739. mál 
 
Alþýðusamband Íslands tekur undir þær athugasemdir sem Landssamband lögreglumanna gerir við efni þessa frumvarps að því er varðandi verkfallsrétt lögreglumanna. 
 
Verkfallsréttur launafólks er hluti af grundvallarréttindum í öllum lýðræðisríkjum sem stjórnvöldum ber að viðurkenna og vernda. Lögreglumenn gegna mjög sérstökum og mikilvægum störfum til varnar borgurunum og stofnunum samfélagsins. Eðlilega getur verkfallsréttur þeirra takmarkast í framkvæmd, líkt og við getur átt um aðrar stéttir sem gegna lykilhlutverki hvað varðar öryggi og velferð borgaranna. Þær takmarkanir geta hins vegar ekki leitt til þess að verkfallsréttur allra lögreglumanna í öllum störfum sem undir kjarasamninga þeirra falla takmarkist fyrirfram, nema og þá því aðeins að sérstaklega sé um slíkt samið fyrirfram og með afturkallanlegum hætti. 
 
Landssamband lögreglumanna hefur lagt áherslu á að lögreglumenn endurheimti verkfallsrétt sinn. Þá kröfu styður Alþýðusamband Íslands heilshugar. 
 
 
Virðingarfyllst, 
 
Magnús M. Norðdahl hrl.  
Lögfræðingur ASÍ