Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar (heilbrigðisþjónusta í hagnaðarskyni)

Reykjavík 15.9.2018
Tilvísun: 201809-0033

Efni: Frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (heilbrigðisþjónusta í hagnaðarskyni), 11. mál

Alþýðusamband Íslands styður markmið framvarpsins um að styrkja heimild ráðherra til að til að semja fyrst og fremst við veitendur heilbrigðisþjónustu sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni. Sú áhersla er í samræmi við ályktun 42. þings ASÍ 2016 um heilbrigðismál. Þar segir m.a.: „42. þing Alþýðusambands Íslands hafnar frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og telur siðlaust að ráðstafa fjármunum sem veitt er til heilbrigðismála, til arðgreiðslna.“

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ