Stefna ASÍ

Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 með síðari breytingum (leiðrétting)

Reykjavík 24.2.2017
Tilvísun: 201702-0031

Efni: Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 með síðari breytingum (leiðrétting), 150. mál

Alþýðusambandið gerir ekki efnislegar athugasemdir við þær breytingar sem í frumvarpinu felast enda eru þær í samræmi við markmið laganna. ASÍ mótmælir því hins vegar harðlega að til standi að leiðrétta greiðslur almannatrygginga afturvirkt til 1. janúar sl. vegna yfirsjónar við breytingar á lögum síðastliðið haust. Slík íþyngjandi afturvirk aðgerð gagnvart lífeyrisþegum samræmist ekki reglum íslenskra laga um afturvirkni.Virðingarfyllst,
Gylfi Arnbjörnsson
forseti ASÍ