Stefna ASÍ

Frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn ASÍ um frumvarp til varnarmálalaga, 331. mál.

Í 4. kafla frumvarpsins er fjallað um starfsmannamál hinnar nýju stofnunar og þess sérstaklega getið í 10.gr. að heimilt sé að ráða tímabundið ákveðna ríkisstarfsmenn með sérfræðiþekkingu með því skilyrði að vinnuveitandi veiti til þess samþykki sitt. Við það fyrirkomulag eru ekki gerðar athugasemdir en vakin athygli á því, að verðmæta sérfræðiþekkingu er einnig að vinna utan hóps ríkisstarfsmanna. Mælt er með því að ákvæðið verði víkkað og taki til „starfsmanna“ með sérfræðiþekkingu.