Stefna ASÍ

Frumvarp til umferðarlaga (2)

Reykjavík, 1. júní 2010

Tilvísun: 201005-0032

 

Efni: Umsögn um frumvarp til umferðarlaga, 533. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til umferðarlaga.

Alþýðusambandið telur frumvarpið í heild sinni til mikilla bóta bæði hvað varðar umferðaröryggismál almennt og eins með tilliti til framsetningar ákvæða frumvarpsins, m.a. í IX. kafla frumvarpsins um aksturs- og hvíldartíma ökumanna sem annast farþega- og farmflutninga þungra ökutækja í atvinnuskyni.

Þá telur ASÍ mikilvægt að í markmiðsákvæði laganna skuli sérstaklega vera vikið að umhverfissjónarmiðum við skipulagningu umferðar.

ASÍ styður því samþykkt frumvarpsins.

 

Virðingarfyllst,

Dalla Ólafsdóttir

Lögfræðingur hjá ASÍ