Stefna ASÍ

Frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Reykjavík: 19.02.2013
Tilvísun: 201302-0005
 
 
Efni: Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál
 
Alþýðusamband Íslands styður alla viðleitni í því að borgarar þessa lands fái að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Jafnframt er því fagnað að með frumvarpinu sé leitast við því að þróa rafrænt lýðræði.
 
Með vísan í framangreint gerir Alþýðusamband Íslands engar efnislegar athugasemdir og styður að frumvarp þetta verði að lögum á yfirstandandi þingi.    
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson,  
lögfræðingur hjá ASÍ