Stefna ASÍ

Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Reykjavík 20.3 2009

200903-0018

 

Efni: Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga (385 mál).

Alþýðusamband Íslands styður mjög eindregið framgang þessa máls og telur brýnt að Alþingi ljúki afgreiðslu þess fyrir þingkosningar í vor.

Alþýðusamband Ísland vill þó gera þá athugasemd varðandi 4.gr., að fulltrúum á stjórnlagaþingi verði fjölgað og að þeir verði á bilinu 60-70. ASÍ telur að með þeim hætti verði betur tryggð fjölbreytni þeirra fulltrúa sem þingið sitja. Nánar er um þingið og kosningar til þeirra fjallað í þeim drögum að lögum um stjórnlagaþing sem fylgja frumvarpinu. Að svo stöddu er gerð sú athugasemd við þau drög, að ASÍ telur að ekki sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að um fullt starf þingfulltrúa verði að ræða allan þingtímann og að gera verði ráð fyrir því að þingfulltrúar geti sinnt aðalstarfi sínu meðfram þingstörfum. Með þeim hætti má draga verulega úr kostnaði við þinghaldið auk þess sem betur verður tryggt að þingfulltrúar haldi aðalstarfi sínu því uppsögn þeirra úr starfi á almennum vinnumarkaði verður heimil þrátt fyrir ákvæði laganna um leyfi frá störfum. Jafnframt telur ASÍ að kjörgengi skv. drögunum sé of mikið þrengt með því að útilokun allra varaþingmanna. Betur færi á að útilokunin yrði bundin við fyrsta og annan varaþingmann hvers flokks.