Stefna ASÍ

Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Reykjavík 22.9 2016                                                                       
Tilvísun: 201609-0012


Efni:  Frumvarp til stjórnskipunarlaga, 841.  mál

Alþýðusamband Íslands hefur stutt að stjórnarskrá Íslands verði breytt og m.a. tekin upp ákvæði um beint og milliliðalaust lýðræði og studdi stofnun stjórnlagaráðs á sínum tíma og það opna ferli sem komst á í vinnu ráðsins.

Það frumvarp sem nú er lagt fram tekur ekki á öllum þeim álitamálum sem uppi hafa verið á undanförnum árum og áratugum. Frumvarpið tekur hins vegar á þremur brýnum breytingum sem á stjórnarskránni þarf að gera og sem breið sátt hefur náðst um innan Alþingis og á milli þings og þjóðar. Frumvarpið, ef það verður samþykkt, markar ekki endalok á endurskoðun stjórnarskrárinnar og ætla má að vinnu verði haldið áfram við heildarendurskoðun hennar.

Alþýðusamband Íslands styður því eindregið að frumvarp það sem nú er til meðferðar og varðar ný ákvæði um vernd náttúrunnar, auðlindir í náttúru Íslands og beint lýðræði fái afgreiðslu á yfirstandandi þingi.

 

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ