Stefna ASÍ

Frumvarp til skipulagslaga, frumvarp til laga um mannvirki og frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir

Reykjavík, 18. apríl 2008
Tilvísun: 200802-0038

Efni: Umsögn um frumvarp til skipulagslaga, frumvarp til laga um
mannvirki svo og frumvarp til laga um breytingu á lögum
um brunavarnir, mál 374-376.
Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til skipulagslaga,
frumvarp til laga um mannvirki svo og frumvarp til laga um breytingu á
lögum um brunavarnir, mál 374-376.
Í hnotskurn ganga frumvörpin út á að skilið verði á milli stjórnsýslu
skipulagsmála og byggingamála. Einnig eru í frumvörpunum margvísleg
ákvæði sem ætlað er að gera á stjórnsýslu hvors málaflokks skilvirkari.
Almennt
Alþýðusambandið fagnar þeirri viðleitni sem fram kemur í frumvörpunum að
gera stjórnsýslu skipulags- og byggingamála skilvirkari. Hvað varðar
úthlutun framkvæmda- og byggingaleyfa vill ASÍ að meðal skilyrða fyrir leyfi
sé að fyrir liggi áætlun um hvernig megi tryggja að reglur um réttindi
launafólks, laun og vinnuvernd verði uppfylltar. ASÍ tekur ekki afstöðu til
áforma um að skilja á milli stjórnsýslu skipulagsmála og byggingamála svo
framarlega sem ákvörðunin er byggð á faglegum sjónarmiðum og að höfðu
samráði við hlutaðeigandi aðila.
Um frumvarp til skipulagslaga
Í opinberum skipulagsáætlunum kemur fram stefna stjórnvalda hvað varðar
þróun helstu grunnstoða atvinnulífsins. ASÍ er þeirrar skoðunar að slík
stefnumótun þurfi að vera heildstæð, horfa til langs tíma og taka mið af
ólíkum sjónarmiðum hagsmunaaðila um aðgang, öryggi og gæði svo og um
sjálfbæra nýtingu takmarkaðra gæða. Í þessu ljósi fagnar sambandið þeirri
áherslu sem frumvarpið leggur á samráð og gagnsætt ferli skipulagsvinnu.
ASÍ telur að það horfi til bóta að samræma opinberar skipulagsáætlanir í
gegnum svokallaða „landsskipulagsáætlun“. Sambandið vill samt benda á að
þar sem gert er ráð fyrir að landsskipulagsáætlunin sé rétthærri en aðrar
skipulagsáætlanir þá er líklegt að upp muni koma ágreiningur milli
landsstjórnar annars vegar og ýmissa hagsmunaaðila hins vegar um það