Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um útlendinga

Reykjavík 05.05 2010

Mál: 201004-0024

 

Efni:  Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (507 mál ).

Frumvarpinu er ætlað að bæta og skýra réttarstöðu hælisleitenda hér á landi. Um er að ræða brýnar réttarbætur og styður Alþýðusamband Íslands samþykkt frumvarpsins.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

 

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ