Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um umboðsmann skuldara

Reykjavík 03.05 2010

Mál: 201004-0018

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um umboðsmann skuldara (562 mál ).

Alþýðusamband Íslands var þeirrar skoðunar í umræðum um víðtækar aðgerðir og brýn úrræði í kjölfar efnahagshrunsins, að fljótlegast og fyrirhafnarminnst væri að fela sýslumannsembætti það hlutverk sem umboðsmanni er ætlað skv. lögum um greiðsluaðlögun sbr. c. lið 2.gr. þessa frumvarps. Það byggðist á því, að innan þeirra embætta væri bæði til staðar þekking, aðstaða og mannskapur til þess að taka hlutverkið að sér. ASÍ féllst hins vegar á þau rök, að mikilvægt væri að byggja upp traust og varanleg úrræði til framtíðar fyrir skulduga einstaklinga og fjölskyldur og að mótun þess yrði falin sérstöku og sjálfstæðu embætti. Jafnframt fagnar ASÍ því að Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem unnið hefur verðmætt starf á undanförnum árum, sé fundinn varanlegur staður í lögum.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

 

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ