Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar)

Reykjavík: 19.4 2017
Tilvísun: 201704-0029

Efni: Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar), 184. mál

Frumvarpið felur ekki í sér efnisbreytingar en gerir kröfu um að sveitarfélög móti sér stefnu um það hlutfall kosningabærra sem þurfi til þess að framkalla atkvæðagreiðslu, kjósi þau að miða við annað og minna hlutfall en 20%. Innan aðildarfélaga ASÍ getur að jafnaði á bilinu 1-2% félagsmanna framkallað ákvörðunarbæra fundi og í kjölfarið allsherjaratkvæðagreiðslur innan viðkomandi félags. ASÍ gerir ekki athugasemdir við efni málsins. 

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ