Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (samningar um heilbrigðisþjónustu)

Reykjavík 23.2.2017
Tilvísun: 201702-0013


Efni: Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (samningar um heilbrigðisþjónustu), 4. mál

Alþýðusamband Íslands styður að 40. gr. laga um sjúkratryggingar 112/2008 verði breytt eins og lagt er til með frumvarpinu. Almennt hefur rekstur heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar verið í rekstri hins opinbera hér á landi og sátt ríkt um það fyrirkomulag. Ef semja á við einkaaðila um rekstur þessara stofnana er mikilvægt að það verði ekki gert nema að undangenginni samþykkt Alþingis enda fela slíkir samningar í sér stefnumarkandi breytingar fyrir rekstur heilbrigðisþjónustu.

ASÍ styður einnig að kveðið verði á um ráðstöfun hagnaðar í samningum um heilbrigðisþjónustu og að arðgreiðslur verði bannaðar. Slík breyting er í samræmi við ályktun 42. þings ASÍ 2016 um heilbrigðismál. Þar segir m.a. „42. þing Alþýðusambands Íslands hafnar frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og telur siðlaust að ráðstafa fjármunum sem veitt er til heilbrigðismála, til arðgreiðslna.“


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ