Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um þungunarrof

Reykjavík: 17.12 2018
Tilvísun: 201812-0027

Efni: Frumvarp til laga um þungunarrof, 393. mál

Alþýðusamband Íslands styður eindregið þau meginmarkmið frumvarpsins að gera tímabærar og nauðsynlegar breytingar á lögum með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis kvenna yfir líkama sínum og tryggja að sjálfsforræði kvenna sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ