Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur

Reykjavík 30.11 2009

Mál 200911-0041

 

 

 

Efni: Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur (5 mál). 

 

Alþýðusamband Íslands hefur þegar skilað umsögn um mál 112 um sama efni. Þar leggur ASÍ til að frumvarpinu verði breytt í meðförum Alþingis og inn í það felldar heimildir til þess að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu með stuðningi tiltekins hlutfalls kosningabærra manna. Það frumvarp sem nú er veitt umsögn um gerir ráð fyrir slíkri framkvæmd og styður ASÍ þær hugmyndir en tekur að öðru leyti ekki afstöðu til málsins.   

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

 

 

 

Magnús M. Norðdahl,

lögfræðingur ASÍ