Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um þingfarakaup alþingismanna og þingfarakostnað (leyfi frá opinberu starfi og starf með þingmennsku)

Reykjavík 5.3 2018
Tilvísun: 201802-0031

Efni: Frumvarp til laga um þingfarakaup alþingismanna og þingfarakostnað (leyfi frá opinberu starfi og starf með þingmennsku), 19. mál

Í greinargerð með því ákvæði sem lagt er til að fellt verði niður segir að reglan hafi verið tekin upp af sanngirnisástæðum. Vera kann að rök geti hnigið til þess, að þeir einstaklingar sem leggja vilja fyrir sig þingmennsku geti snúið til fyrri starfa sinna enda ekki á vísan að róa með starf falli þeir af þingi. Sú áhætta er hins vegar ekki bundin við starfsmenn í opinberum störfum og reglan felur því í sér bæði ólögmæta og ósanngjarna mismunun.

Alþýðusamband Íslands styður því samþykkt þessa frumvarps nema Alþingi ákveði að víkka svið gildandi ákvæðis þannig að það taki til allra sem fara úr launuðu starfi í þingmennsku.Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ