Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um tekjuskatt (skuldaeftirgjafir)

Reykjavík 14.11 2011              

 

 

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991 (gjafsókn).

Alþýðusamband Íslands styður samþykkt þessa máls m.a. á þeim forsendum sem fram koma í greinargerð um nauðsyn gegnsæis og skýrleika. ASÍ vekur jafnframt athygli á því, að skv. meginreglu skattalaga eru allar tekjur, gjafir, arfur og annað það sem veruleg áhrif hefur á framfærslu manns og eignir, framtalsskylt óháð skattskyldu. Eftirgjöf skulda fellur skýlaust í þann hóp. Það væri því eðlilegt að ekki væri um tímabundið bráðabirgðaákvæði í skattalögum að ræða heldur varanlega breytingu. 

 

Virðingarfyllst 

 

Magnús M. Norðdahl hrl.  

Lögfræðingur ASÍ