Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, 708. mál.

Markmið frumvarpsins er að stofna sérstakt hlutafélag í eigu ríkisins um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar – en að stjórnsýslustarfsemi, þ.m.t. eftirlitsstarfsemi Flugmálastjórnar, verði sinnt af sérstakri stofnun, Flugmálastjórn Íslands.

Alþýðusamband Íslands sér ekkert því til fyrirstöðu að stofnað verði félag eins og það sem lagt er til í frumvarpi þessu.

Verði að stofnun þess leggur ASÍ samt áherslu á að í hvívetna og með sýnilegum og virkum hætti verði fylgt lögum um aðilaskipti að fyrirtækjum og réttarstaða allra starfsmanna verði tryggð.

Verði að stofnun hlutafélagsins leggur ASÍ einnig áherslu á að því verði sett skilyrði sem tryggja eðlileg gæði flugleiðsöguþjónustu og flugvalla-reksturs og heilbrigt samkeppnisumhverfi á þessu sviði hér á landi.

 

Virðingarfyllst,

Stefán Úlfarsson

Hagdeild ASÍ