Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um stöðugleikaskatt, mál nr. 786 og um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (nauðarsamningar), mál nr. 787.

Frumvarp til laga um stöðugleikaskatt, mál nr. 786 og um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (nauðarsamningar), mál nr. 787

Reykjavík: 18.06.2015
Tilvísun: 201506-0010
Tilvísun: 201506-0011

Efni: Frumvarp til laga um stöðugleikaskatt, mál nr. 786 og um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (nauðarsamningar), mál nr. 787

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar mál nr. 786 og mál nr. 787 sem bæði eru hluti af áætlun um losun fjármagnshafta. Vegna þess hve nátengd frumvörpin eru sendir ASÍ sameiginlega umsögn um bæði málin.
Alþýðusambandið telur mikilvægt að losa um þau höft á fjármagnsflutninga sem sett voru í kjölfar bankahrunsins. Með framangreindum frumvörpum eru stigin ákveðin skref í þá átt og því ber að fagna.
Alþýðusambandið leggur áherslu á að gætt verði að eftirfarandi þáttum við afléttingu hafta:

  • Að losun hafta ógni ekki efnahagslegum stöðugleika með gengisfalli, verðbólgu og kjararýrnun almenns launafólks. Í því sambandi er rétt að benda á að þeir kjarasamningar sem undirritaðir voru 29. maí 2015 byggja m.a. á þeirri forsendu að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum. Gangi það ekki eftir er hætt við því að kjarasamningum verði sagt upp. 
  • Að staðið verði við alþjóðlegar skuldbindingar og að tryggt verði að þær ráðstafanir sem gripið verði til standist stjórnarskrá.
  • Að þeir fjármunir sem koma í hlut ríkissjóðs eða Seðlabanka vegna afnámsferilsins verði nýttir til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og þess þannig gætt að þeir valdi ekki óstöðugleika í hagkerfinu. Slík ráðstöfun sparar ríkissjóði tugi milljarða árlega í vaxtagreiðslur og leggur þannig grunninn að því að við getum búið við öflugt velferðarkerfi til framtíðar.


Virðingarfyllst,
Ólafur Darri Andrason,
hagfræðingur ASÍ