Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um stjórnlagaþing

Reykjavík 30.11 2009

Mál: 200911-0042

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um stjórnlagaþing (152 mál).

Alþýðusamband Íslands studdi mjög eindregið frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944 frá í mars 2009. Málið náði ekki fram að ganga.

Afstaða ASÍ er óbreytt og styður sambandið að lögum verði breytt þannig að beint og milliliðalaust lýðræði verði tekið upp hér á landi. Líta má á það frumvarp sem nú er flutt sem jákvætt skref í þá átt og styður ASÍ framgang þess. Alþýðusamband Ísland vill þó gera þá athugasemd varðandi 2.gr., að fulltrúum á stjórnlagaþingi verði fjölgað og að þeir verði á bilinu 60-70. ASÍ telur að með þeim hætti verði betur tryggð fjölbreytni þeirra fulltrúa og sjónarmiða sem þingið sitja.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ