Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa (heildarlög)

Reykjavík: 05.02.2014
Tilvísun: 201401-0020
 
 
Efni: Frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa (heildarlög), 236. mál
 
Alþýðusamband Íslands veitti umsögn um frumvarpið er það var lagt fram á 141. Löggjafarþingi. Er sú umsögn því ítrekuð og er eftirfarandi:
 
Það er mat ASÍ að í frumvarpi þessu felist endurbætur á gildandi lögum um störf fasteignasala og verði það að lögum muni það tryggja almenningi meira öryggi við meðferð þess hluta sparnaðar síns sem festur hefur verið, eða festa á, í íbúðarhúsnæði. 
 
Með vísan í framangreint mælir ASÍ því með samþykkt þessa frumvarps en skorar engu að síður á virðulega þingnefnd að íhuga eftirfarandi tillögur að frekari úrbótum sem hér eru nefndar:
 
14. og 15. gr.
Svo markmið 14. og 15 gr. frumvarpsins nái fram að ganga telur ASÍ vert að athuga gaumgæfilega hvort ekki megi setja nákvæmari hlutlæg hæfisskilyrði sem fasteignasali þurfi að uppfylla til að mega sinna milligöngu um ákveðin viðskipti. Hvað þetta varðar mætti taka mið af hæfisreglum stjórnsýslulaga. 
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson,  
lögfræðingur hjá ASÍ