Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa

Reykjavík 13.4 2010

Mál: 201003-0033

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa (448 mál.)

ASÍ mælir með samþykkt þessa frumvarps. Í því felast endurbætur á gildandi lögum sem m.a. er ætlað að tryggja almenningi meira öryggi við meðferð þess hluta sparnaðar síns sem festur hefur verið í íbúðarhúsnæði.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ