Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um skeldýrarækt

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 6. desember 2010
Tilvísun: 201011-0051

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um skeldýrarækt, 201. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um skeldýrarækt, 201. mál.

Markmið frumvarpsins er að skapa skilyrði til ræktunar skeldýra hér á landi, setja reglur um starfsemina og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu

Alþýðusamband Íslands styður þetta markmið og gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Virðingarfyllst,
Stefán Úlfarsson
Hagdeild ASÍ